„Okkur var hent saman í herbergi“

„Við Sara Björk Gunnarsdóttir vorum nýliðar í landsliðinu á þessum tíma og vorum settar saman í herbergi,“ sagði knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir í Dagmálum.

Rakel, sem er 35 ára gömul, á að baki 103 A-landsleiki fyrir Ísland en hún lék síðast í efstu deild sumarið 2020 og hefur ekki hug á því að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn.

Hjálpuðu hvor annarri

Rakel lék 103 A-landsleiki fyrir Ísland en hún og Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, voru herbergisfélagar í landsliðinu í tæplega fimmtán ár.

„Okkur var hent saman í herbergi þarna, ég 19 ára og hún 17 ára,“ sagði Rakel.

„Við hjálpuðum hvor annarri í nýjum aðstæðum, vorum nýjar í landsliðinu, og það var frekar erfitt að vera yngstar komandi inn í þetta landsliðsumhverfi.

Það var líka ótrúlega gaman að fylgja henni í hennar risastóra ferli,“ sagði Rakel meðal annars.

Viðtalið við Rakel í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Herbergisfélagarnir Rakel Hönnudóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir.
Herbergisfélagarnir Rakel Hönnudóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert