Hökt í gang þegar ÍA vann Vestra

Skagamenn fá Vestra í heimsókn.
Skagamenn fá Vestra í heimsókn. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

Ekki er hægt að segja að leikur ÍA og Vestra hafi farið fjörlega af stað þegar liðin mættust í 6. umferð efstu deildar karla í fótbolta því fyrsta hálftímann gerðist ekkert markvert en svo fór Skagamenn að skora mörkin, unnu 3:0 og tóku 5. sæti deildarinnar af Blikum.   Viktor Jónsson skoraði sitt 6. mark í deildinni.

Það var nánast ekkert að gera fyrstu 30 mínúturnar, eina alvöru skotið kom á 30. mínútu þegar Árni Marinó Einarsson varði aukaspyrnu Andra Rúnars Bjarnasonar af löngu færi og nokkru mínútum síðar fór ágætt skot Vladimir Tufegdzic í hliðarnetið.

Á 38. mínútu dró til tíðinda, Jón Gísli Eyland rauk upp hægri kantinn og gaf síðan þvert fyrir markið inn að miðri markteigslínu.  Þar mætti Viktor Jónsson, náði að koma fætinum í boltann, boltinn hrökk í markmann Vestra en Viktor fékk hann svo aftur fyrir sig og skaut þá í markið.

Varnarmaðurinn Johannes Vall bætti við marki fyrir ÍA á 58. mínútu þegar aukaspyrna hans á miðjum vallarhelmingi Vestra kom niður við vinstri stöngina og skoppaði í markið, aðeins of mikið fyrir William Eskelinen markmann Vestra.   Staðan 2:0 fyrir ÍA.

Næsta færi kom mínútu síðar þegar Hinrik Harðarson átti góðan sprett upp vinstri kantinn, William markmaður Vestra varði, boltinn hrökk út Viktor náði honum en markmaðurinn náði að koma fæti fyrir boltann. Vel varið.

Róðurinn þyngdist hjá Vestra og oft náðu Skagamenn að skapa usla alveg inn í markteig gestanna og á 68. Mínútu skilaði það sér þegar Guðfinnur Þór Leósson skoraði af stuttu færi úr þvögu eftir hornspyrnu.  Staðan þá 3:0.

Arnleifur Hjörleifsson fékk svo gott færi á 73. mínútu en varnarmaður Vestra varði á línu.  Boltinn hrökk aftur út á völl og aftur fékk Arnleifur færi en markmaður Vestra varði í þetta skiptið.

Næsti leikur liðanna er í bikarkeppninni þar sem Vestri sækir KA heim en ÍA fer til Keflavíkur.  Í deildinni fer Vestri næst í Víkina gegn Víkingum en Vestri sækir Fram heim.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

ÍA 3:0 Vestri opna loka
90. mín. 4 mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert