Hannes hræðir Englendinga

Hannes Þór Halldórsson
Hannes Þór Halldórsson AFP

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hefur leikið afar vel á EM til þessa. Enskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að benda á að Hannes er sannkallaður vítabani, en Englendingum hefur gengið bölvanlega að nýta vítaspyrnur á stórmótum.

Í grein sem birtist á heimasíðu Independent er farið rækilega yfir glæsilegan árangur Hannesar í vítaspyrnum og er ekki laust við að örlítill taugatitringur sé byrjaður að gera vart við sig hjá þeim ensku.

Blaðamaður Independent bendir á þá staðreynd að Hannes sé einn besti markvörður sem völ sé á þegar komi að vítaspyrnum. Máli sínu til stuðnings vitnar enski blaðamaðurinn í grein frá Sandnesposten, þar sem kemur í ljós að síðan 2011 hefur Hannes mætt 24 vítaskyttum en aðeins fengið á sig 10 mörk.

Þessi tölfræði er í raun fáránlega góð. Hannes hefur varið níu spyrnur en fimm sinnum hefur skotið geigað; boltinn annaðhvort farið í tréverkið eða framhjá markinu.

Þetta þýðir að landsliðsmarkvörður Íslands hefur aðeins fengið á sig mark úr vítaspyrnu í 42,7% tilfella undanfarin fimm ár og þessi tölfræði er Englendingum ekki að skapi.

Enski blaðamaðurinn lýkur pistli sínum með því að segja að kannski skipti þetta engu máli, kannski verði Englendingar búnir að klára leikinn eftir 90-120 mínútur. Takist það ekki sé hins vegar ekki von á góðu frá vítabananum í marki Íslands.
Ísland - Portúgal 1:1, Saint Etienne, fyrsti leikur Íslands á …
Ísland - Portúgal 1:1, Saint Etienne, fyrsti leikur Íslands á EM í Frakklandi, EURO 2016, Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin