Verra að allt hafi verið í blóma fyrir mót?

„Ég held að það hljóti að vera að þetta þjappi mönnum saman og þeir sem hafa verið á bekknum hlakkar til að fá loksins tækifæri,“ sagði Sigurður Sveinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, í Dagmálum.

Íslenska karlalandsliðið lauk keppni í 5. sæti Evrópumótsins í Þýskalandi en besti leikur liðsins á mótinu var gegn Króötum. Fyrir þann leik bárust fréttir af því að Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason yrðu ekki með liðinu vegna veikinda.

„Almennt þá þjappar þetta bara hópnum saman. Við erum með mjög breiðan hóp og það geta allir komið inn og skilað sínu. Auðvitað hefði maður alltaf viljað hafa þessa tvo leikmenn 100% klára en að sama skapi gefur þetta okkur smá andrými. Þetta eru tveir frábærir leikmenn sem við missum út og þar með er komið eitthvað sem virkar eins og smá skjöldur fyrir strákana, bara ef illa færi. Mér fannst þeir bara svolítið sleppa af sér beislinu við það.

Þetta er fyrsta mótið núna frá „Covid-mótinu“ árið 2022 þar sem við förum inn í mót og það er allt frábært. Það eru allir með og það eru allir að tala um það hvað það sé gaman. Þetta er fyrsta mótið síðan fyrir mótið árið 2022 þar sem við erum svolítið berskjaldaðir, það er ekkert sem er hægt að setja út á. Ég veit ekki hvort að það hafi kannski svolítið truflað okkur,“ sagði Ingimundur Ingimundarson, fyrrverandi landsliðsmaður.

„Það hlýtur að trufla okkur að okkar aðal menn eru ekki að spila sinn besta leik á þessu móti. Ómar Ingi er bara svipur hjá sjón frá síðasta móti. Mig langar að vita hvað gerist, er þetta af því að við spiluðum svona illa í riðlinum og tökum það með okkur áfram í mótið? Ég er ekki alveg að fatta það,“ bætti Sigurður við að lokum.

Umræðuna úr Dagmálum má sjá í heild sinni hér að ofan.

Ómar Ingi Magnússon náði sér ekki almennilega á strik á …
Ómar Ingi Magnússon náði sér ekki almennilega á strik á mótinu. AFP/Ina Fassbender
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert