Amat úr leik næstu vikurnar

Jordi Amat í baráttu við Wayne Rooney.
Jordi Amat í baráttu við Wayne Rooney. AFP

Spænski varnarmaðurinnn Jordi Amat leikur ekki með Swansea næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir á hné í tapi liðsins á móti Chelsea um síðustu helgi.

Amat þurfti að hætta leik eftir fyrri hálfleikinn og er reiknað með að hann verði frá keppni næstu sex vikurnar en komið hefur í ljós að liðbönd í hné leikmannsins sködduðust. Amat er 22 ára gamall sem hefur spilað alla fjóra leiki Swansea í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert