Gylfi heldur í vonina

Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það hefur komið í ljós að það hefur blætt inn á nárann og svo versnaði þetta í leiknum á móti Leicester. Ég verð því að taka það rólega og er í meðferð,“ sagði landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, við Morgunblaðið í gær.

Gylfi fór meiddur af velli í byrjun síðari hálfleiks í sigurleiknum á móti Leicester á laugardaginn og var svo fjarri góðu gamni í fyrrakvöld þegar Swansea féll úr leik í deildabikarnum með tapi gegn Liverpool á Anfield.

Verð vonandi fullfrískur fyrir Tékkaleikinn

Íslenska þjóðin hefur eðlilega áhyggjur af meiðslum Gylfa enda er hann lykilmaður í íslenska landsliðinu sem mætir Tékkum í toppslag í undankeppni EM í Plzen í Tékklandi hinn 16. næsta mánaðar. Gylfi hefur verið í stóru hlutverki með landsliðinu en hann hefur skorað fjögur af átta mörkum Íslands í undankeppninni. Spurður hvort hann haldi að hann verði orðinn fullfrískur þegar að þeim stórleik kemur sagði Gylfi;

„Ég vona það svo innilega. Mér líður betur og ég held enn í vonina um að geta spilað á móti Everton á laugardaginn. Það er hins vegar ekki víst. Það ræðst af því hvort blóðið verður farið,“ sagði Gylfi, sem var heima fyrir þegar félagar hans töpuðu fyrir Liverpool. 

Nánar er rætt við Gylfa í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka