Huth lánaður til Leicester

Robert Huth, til vinstri, skallar að marki í leik með …
Robert Huth, til vinstri, skallar að marki í leik með Stoke. AFP

Stoke City hefur lánað þýska knattspyrnumanninn Robert Huth til Leicester City út þetta keppnistímabil.

Huth er þrítugur miðvörður og hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni samfleytt frá 2002. Fyrst með Chelsea í fjögur ár, þá með Middlesbrough í þrjú ár, og með Stoke frá 2009. Hann hefur spilað 244 deildaleiki á Englandi, þar af 149 með Stoke. Þá á Huth að baki 19 landsleiki fyrir Þýskaland.

Í vetur hefur Huth glímt við meiðsli og aðeins spilað fjóra leiki með Stoke á tímabilinu, einn þeirra í úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert