„Ég mun muna þetta augnablik til æviloka“

Jonas Gutierrez í leiknum í kvöld sem var hans fyrsti …
Jonas Gutierrez í leiknum í kvöld sem var hans fyrsti í sautján mánuði. AFP

Jonas Gutierrez, leikmaður Newcastle, sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í kvöld eftir sautján mánaða fjarveru, en Argentínumaðurinn glímdi meðal annars við krabbamein í eitlum og var staða hans tvísýn um tíma. Hann kom inná sem varamaður í 1:0 tapinu gegn Manchester United í kvöld og segir stundina ógleymanlega.

„Ég mun muna þetta augnablik til æviloka og þær móttökur sem ég fékk. Ég er mjög hrærður yfir þeim og stuðninginn sem stuðningsmennirnir gáfu mér bæði núna og á meðan á veikindunum stóð,“ sagði Gutierrez eftir leikinn.

„Ég hef haft ótrúlegan stuðning frá félögum um allan heim, það skiptir ekki máli hvaðan þau koma eða hvað þau standa fyrir. Það studdu mig allir og það hjálpaði mér að berjast áfram. Fyrir fólk sem er í svipuðum málum og ég, þá vil ég segja þeim að halda í jákvæðnina. Ef þú trúir í hjarta þínu að þú getur komist yfir veikindin, þá geturðu það,“ sagði Gutierrez einlægur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert