Scholes: United-liðið er leiðinlegt

Lous van Gaal í gærkvöldi.
Lous van Gaal í gærkvöldi. AFP

Paul Scholes og Michael Owen, fyrrverandi leikmenn Manchester United, héldu ekki aftur af sér í gagnrýni á liðið í sjónvarpsútsendingu að loknu markalausu jafntefli United og PSV í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 

Voru þeir félagar gestir í setti Gary Lineker á Old Trafford ásamt gömlum samherja sínum Rio Ferdinand. Allir voru þeir sammála um að United-liðið hafi verið bitlítið í leiknum og gæti átt erfitt með að ná sigri í Þýskalandi í síðustu umferð riðlakeppninnar eins og liðið kemur væntanlega til með að þurfa á að halda. 

Scholes ítrekaði þá skoðun sína að liðið væri leiðinlegt á að horfa: „Ég held mig við þá skoðun mína að liðið sé leiðinlegt. Ég átta mig á því að ég hef sagt þetta áður en hann (Louis van Gaal) hefur komið skikki á varnarleikinn. Í sókninni er liðið ekki ógnandi. Þeir virðast ekki nógu góðir. Liðið virðist ekki vera líklegt til að skora mörk. Ég tel mögulegt að hann stilli upp svo varnarsinnuðu liði vegna þess að hann telur kannski að sig skorti gæði í framlínuna,“ sagði Schoels og Owen minnti á að riðilinn sem United dróst í í Meistaradeildinni þótt ekki erfiður. 

„Einhvern tíma hefði Manchester United tætt riðil eins og þennan í sig, og verið komið áfram í 16-liða úrslitin eftir fjóra leiki. Þetta er saga tímabilsins til þessa,“ sagði Owen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert