Hraunaði yfir stuðningsmann (mynd)

James McClean í loftfimleikum.
James McClean í loftfimleikum. AFP

Írski vængmaðurinn James McClean lenti í rifrildi við áhorfendur í gær. Atvikið átti sér stað eftir að hann var tekinn af leikvelli í 1:0-sigri WBA gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Everton var 76% leiktímans með knöttinn og átti 34 marktilraunir en samt unnu McClean og félagar hans leikinn. Eina mark leiksins skoraði Solomon Rondon á 14. mínútu, úr eina skoti WBA á markið.

Tony Pulis, knattspyrnustjóri WBA, vildi hvorka játa né neita því að McClean hefði skipst á orðum við stuðningsmann Everton. Engu að síður ætlaði hann að ræða málið við lærisvein sinn. „Hvort sem það er satt eða ekki. Ef James lenti í einhverju orðaskaki þá mun ég ræða við hann,“ sagði Pulis.

„Þetta er frábær borg og það er gaman að koma hingað. Það er alltaf frábært að koma á þennan völl og ég kvarta því ekki yfir því þó stuðningsmenn Everton hafi kvartað yfir okkar leik,“ bætti Pulis við.

Mynd af McClean hreyta einhverju í stuðningsmann Everton má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert