Vildu ekki ræða mál Hauks

Fer Haukur Heiðar Hauksson til Leeds United?
Fer Haukur Heiðar Hauksson til Leeds United? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins AIK vildu ekkert ræða mál Hauks Heiðars Haukssonar í gær en mbl.is birti þá frétt þess efnis að enska félagið Leeds United hefði gert tilboð í bakvörðinn. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum.

„Við viljum ekkert um þetta segja. Hann er okkar leikmaður þar til annað kemur í ljós,“ sagði íþróttastjóri AIK, Björn Wesström, við Fotbollskanalen í gær.

Garry Monk, nýráðinn knattspyrnustjóri Leeds, vill fá Hauk til félagsins en Akureyringurinn hefur spilað með AIK í hálft annað ár og verið þar fastamaður í stöðu hægri bakvarðar. Hann var í leikmannahópi Íslands í Evrópukeppninni í Frakklandi en kom ekki við sögu í leikjunum. Haukur hefur spilað 7 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann lék með KR í þrjú ár áður en hann fór til Svíþjóðar en með KA til þess tíma, en Haukur er 24 ára gamall.

Leeds lék síðast í ensku úrvalsdeildinni árið 2004 en félagið varð enskur meistari 1969, 1974 og 1992. Á síðasta tímabili hafnaði það í fjórtánda sæti B-deildarinnar. Einn Íslendingur hefur spilað með félaginu en Gylfi Einarsson lék með Leeds á árunum 2005 til 2007.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert