Langt komnir í viðræðum við Coutinho

Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. AFP

Spænska dagblaðið Sport fullyrðir að Philippe Coutinho, leikmaður Liverpool, verði orðinn leikmaður Barcelona innan skamms. 

Einn af stofnendum blaðsins, Jose Luis Carazo, segir á Twitter í dag að Coutinho muni ganga í raðir Barcelona, að Ernesto Valverde, knattspyrnustjóri Barcelona hafi beðið um hann, og að hann muni verða orðinn leikmaður Barcelona fyrr en varir.

Mynd af Coutinho er á forsíðu blaðsins, sem er þó líklega ekki hlutlaust í þessari umræðu enda staðsett í Barcelona en þar kemur fram að Barcelona sé langt komið með það að semja við þá Ousmane Dembele frá Dortmund, Inigo Martínez frá Real Sociedad og Coutinho frá Liverpool.

Þessar fréttir koma auðvitað í kjölfarið á brottför Neymar frá Barcelona á 222 milljónir evra, sem er metfé. Búast má við því að fleiri fréttir muni birtast á næstu dögum af Coutinho og öðrum leikmönnum sem orðaður verða við Barcelona, en ljóst er að liðið mun styrkja sig.

Forsíða blaðsins í dag.
Forsíða blaðsins í dag. Ljósmynd/http://www.sport.es/es/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert