Mourinho segir guðina í liði með City

Pep Guardiola og José Mourinho.
Pep Guardiola og José Mourinho. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, gagnrýndi bæði dómara leiksins og talaði um æðri öfl eftir 2:1-tap fyrir Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

„Mín fyrstu viðbrögð eru þau að ég vorkenni Michael Oliver [dómara leiksins] því hann átti mjög góðan leik en gerði því miður mistök sem skiptu miklu máli,“ sagði Mourinho og vísaði til þess að hann vildi vítaspyrnu í leiknum.

Aðspurður hvort titilbaráttunni væri lokið þar sem lærisveinar Pep Guardiola hjá City eru með 11 stiga forskot sagði Mourinho:

„Já, ég held það. Manchester City er mjög gott lið og þeir eru með lukkuna sér í hag. Fótboltaguðirnir standa líka við bakið á þeim,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert