Lampard við Tómas: Það á að vera pressa hjá Chelsea

Chelsea heimsækir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 12:30. Chelsea hefur verið á miklu skriði og unnið fjóra leiki í röð og ekki tapað í átta leikjum í röð í öllum keppnum. 

Frank Lampard knattspyrnustjóri Chelsea ræddi við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport og kvaðst ánægður með liðið síðustu vikur. Chelsea hefur varla fengið á sig mark eftir að Edouard Mendy kom inn í liðið ásamt Thiago Silva, en Lampard segir málið ekki svo einfalt að þeir hafi breytt öllu. 

Þá fór Lampard yfir víðan völl en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert