Gæðin til staðar hjá Liverpool til þess að klára mótið?

Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool sitja á toppi …
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool sitja á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. AFP/Paul Ellis

„Ég hefði mjög gaman að því ef Arsenal myndi taka þetta núna,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu.

Arnar, sem er 51 árs gamall, er sigursælasti þjálfari landsins undanfarinn ár en hann hefur gert Víkinga tvívegis að Íslandsmeisturum og fjórum sinnum að bikarmeisturum frá árinu 2019. 

Annað þroskamerki á liðinu

Arnar er mikill áhugamaður um enska boltann og fylgist vel með úrvalsdeildinni þar sem hann sækir meðal annars innblástur í hæfustu stjóra deildarinnar.

„Það er allt annað þroskamerki á liðinu núna samanborið við árið í fyrra,“ sagði Arnar.

„Á sama tíma veit maður að City hrekkur alltaf í gang um þetta leyti og svo hefur Liverpool lifað mikið á tilfinningum það sem af er tímabili.

Klopp er að fara og það er búið að vera geggjað að fylgjast með þeim en ég veit ekki hvort þeir hafi gæðin til þess að klára mótið,“ sagði Arnar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert