Ten Hag: Viðbrögð ykkar eru vandræðaleg

Erik ten Hag á hliðarlínunni síðustu helgi.
Erik ten Hag á hliðarlínunni síðustu helgi. AFP/Glyn Kirk

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, er ósáttur við umræðuna sem hefur skapast eftir leik síns liðs gegn B-deildarliði Coventry í undanúrslitum enska bikarsins um helgina. 

Manchester United komst áfram í úrslitaleikinn gegn nágrönnunum í Manchester City en vítaspyrnukeppni þurfti til að útkljá málin. 

United-liðið hafði komist í 3:0 en missti það forskot niður. Á lokasekúndum framlengingarinnar héldu Coventry-menn að þeir hefðu skorað sigurmarkið en það var dæmt af vegna rangstöðu. 

Ten Hag var ósammála fjölmiðlum að frammistaða hans liðs hafi verið vandræðaleg. 

„Umræðan er til skammar. Var frammistaða okkar til skammar? Nei alls ekki, viðbrögð ykkar eru til skammar. 

Í fótbolta skipta úrslitin máli, við erum komnir í úrslitaleikinn og eigum það skilið,“ sagði stjórinn á blaðamannafundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka