Ekki alvarlegt eins og óttast var

Scott McTominay sækir að marki Burnley í leiknum á laugardaginn …
Scott McTominay sækir að marki Burnley í leiknum á laugardaginn en hann endaði 1:1. AFP/Oli Scarff

Skoski miðjumaðurinn Scott McTominay meiddist á hné undir lok leiks Manchester United og Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.

Óttast var að meiðslin væru alvarleg og Skotinn myndi í það minnsta missa af þeim leikjum sem United á eftir á þessu tímabili.

McTominay greindi hins vegar frá því á Instagram að hann yrði ekki lengi frá keppni. „Ég rann og datt asnalega á hnéð, svipað og gerðist gegn Chelsea. Þetta er ekkert alvarlegt, en ég var reiður og í uppnámi og hélt að þetta hefði farið verr. Ég vonast til að  vera kominn aftur inn á völlinn mjög fljótlega,“ skrifaði McTominay.

Óvíst er þó hvort hann nái næsta leik sem er gegn Crystal Palace á mánudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert