Fyrrverandi samherji Garðars fórst

Stuðningsmenn Chapecoense á heimavelli liðsins í dag.
Stuðningsmenn Chapecoense á heimavelli liðsins í dag. AFP

Fyrrverandi samherji Garðars Gunnlaugssonar hjá búlgarska félaginu CSKA Sofia var á meðal leikmanna brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense sem fórust í flugslysinu í Kólumbíu í nótt.

Það var varnarmaðurinn Filipe Machado, 32 ára gamall, sem lék með Garðari hjá CSKA 2008 til 2009 en síðan með Salernitana á Ítalíu, Inter Baku í Aserbaídsjan og Al Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum áður en hann hélt heim til Brasilíu og gekk til liðs við Chapecoense í júní á þessu ári.

Garðar minntist hans á Facebook í kvöld og skrifaði þar:

So sad to hear about the tragic death of my former CSKA teammate Filipe Machado who along with most of his teammates in Chapecoense lost their lives when their plane perished in Colombia today. My thoughts and prayers go out to his family and the family of all the passengers. #Cha

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert