„Ekki láta mig deyja“

Frá slysstaðnum í Kólumbíu.
Frá slysstaðnum í Kólumbíu. AFP

„Ekki láta mig deyja, ekki láta mig deyja. Ég finn ekki fyrir fótunum,“ voru fyrstu orðin sem Jackson Ragnar Follmann markvörður úr brasilíska liðinu Chapecoense sagði þegar honum var bjargað út úr flakinu þegar flugvélin sem flutti brasilíska liðið brotlenti í Kólumbíu í gær með þeim afleiðingum að 71 fórst.

Þrír leikmenn brasilíska liðsins komust lífs af úr flugslysinu en auk Follmanns voru það varnarmennirnir Alan Ruschel og Helio Zem­per Neto. Aðalmarkvörður liðsins, Marcos Padilha, öðru nafni Danilo, var á lífi þegar björgunarmenn komu að flakinu en hann lést síðar á sjúkrahúsi.

Annar fótur Follmanns var fjarlægður. Hann er er gjörgæslu en ástand hans er sagt vera stöðugt. Ruschel er með mænuskaða og Neto er með áverka á höfði og brjósti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert