Bayern haft samband við fyrrverandi stjóra United

Ralf Rangnick gæti tekið við Bayern.
Ralf Rangnick gæti tekið við Bayern. AFP/Justin Tallis

Þýska knattspyrnufélagið Bayern München hefur haft samband við Ralf Rangnick vegna knattspyrnustjórastöðu félagsins.

Bayern leitar að stjóra til að taka við af Thomas Tuchel, sem hættir með liðið eftir leiktíðina. Rangnick náði ekki sérlega góðum árangri með Manchester United, en gerði vel í að koma austurríska landsliðinu með sannfærandi hætti á lokamót EM.

Hann er enn samningsbundinn austurríska knattspyrnusambandinu og verður að öllum líkindum á hliðarlínunni á EM í heimalandinu í sumar.

„Bayern hefur haft samband og ég hef rætt við austurríska sambandið. Við erum að einbeita okkur að EM og ég sé enga ástæðu til að spá of mikið í öðru,“ sagði Rangnick við 90minuten í heimalandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka