Tímabilinu lokið hjá Kristian?

Kristian Nökkvi Hlynsson í baráttunni í leik Feyenoord og Ajax …
Kristian Nökkvi Hlynsson í baráttunni í leik Feyenoord og Ajax fyrr í mánuðinum. AFP/Pieter Stam de Jonge

Knattspyrnumaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður hollenska stórliðsins Ajax, meiddist í upphitun fyrir leik þess gegn Twente í hollensku efstu deildinni um þarsíðustu helgi.

Kristian Nökkvi hefur verið í stóru hlutverki hjá Ajax á tímabilinu en því gæti nú verið lokið.

„Kristian Hlynsson heltist úr lestinni í upphitun gegn Twente. Hann mun glíma við þau meiðsli í nokkrar vikur,“ sagði John van ‘t Schip, knattspyrnustjóri Ajax, í samtali við heimasíðu félagsins.

Tæpur mánuður er eftir af tímabilinu hjá Ajax fari svo að liðið verði ekki eitt af fjórum liðum í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu og verði Kristian Nökkvi frá í nokkrar vikur er ekki víst að hann taki frekari þátt á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert