Þór og Afturelding áfram í bikarnum

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar mbl.is/Óttar Geirsson

Tveir 1. deildar slagir fóru fram í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta í dag. Afturelding sigraði Dalvík og Þór gerði góða ferð á Seltjarnarnes.

Afturelding tók á móti Dalvík/Reyni á Varmárvelli en norðanmenn eru nýliðar í 1. deild. Heimamenn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki Hrannars Snæs Magnússonar. Staðan 1:0 í hálfleik.

Patrekur Orri Guðjónsson kom Mosfellingum í 2:0 áður en Tómas Þórðarson minnkaði muninn fyrir Dalvík/Reyni. Patrekur Orri skoraði annað mark sitt eftir sendingu Arons Elís Sævarssonar áður en Elmar Kári Cogic  innsiglaði sigur Aftureldingar  Niðurstaðan 4:1.

Þórsarar frá Akureyri mættu Gróttumönnum á Seltjarnarnesi og jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en á 55. mínútu fékk  Tareq Shihab sitt annað gula spjald í liði heimamanna.

Þórsarar nýttu sér liðsmuninn og Rafael Victor skoraði tvö mörk fyrir Þór áður en Bjarki Þór Viðarsson leikmaður Þórs fékk rautt spjald á 84. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Fannar Malmquist Gíslason þriðja mark Þórs og enduðu leikar 3:0 fyrir Þór sem verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit.

Fannar Daði Malmquist Gíslason skoraði fyrir Þór
Fannar Daði Malmquist Gíslason skoraði fyrir Þór Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert