Toney efstur á blaði Manchester United

Victor Lindelof og Ivan Toney eigast við í mars. Þeir …
Victor Lindelof og Ivan Toney eigast við í mars. Þeir gætu leikið saman á næsta tímabili. AFP/JUSTIN TALLIS

Sir Jim Ratcliff er æstur í að bæta leikreynslu í leikmannahóp Manchester United og talið er að Ivan Toney, framherji Brentford, sé efstur á óskalistanum.

Ratcliff tók við stjórninni á knattspyrnumálum United þegar hann keypti hlut í félaginu síðasta sumar og vill snúa gengi liðsins til betri vegar. Rasmus Hojlund sem kom frá Atalanta síðasta sumar fyrir 75 milljónir evra hefur ekki sýnt stöðugleika í markaskorun og Toney myndi veita honum mikla samkeppni um framherjastöðuna á Old Trafford.

Toney afplánaði átta mánaða keppnisbann fyrir brot á veðmálareglum ensku úrvalsdeildarinnar en hefur staðið sig vel eftir að banninu lauk í janúar síðastliðnum. Arsenal og Chelsea hafa einnig verið orðuð við leikmanninn en hann er talinn kosta 50 milljónir evra. Toney á ár eftir af samningnum sínum við Brentford og verður að öllum líkindum í leikmannahópi Englands á Evrópumótinu í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka