Dramatík er nýliðarnir slógu stórliðið úr leik

Júlíus Magnússon á góðu gengi að fagna með Fredrikstad.
Júlíus Magnússon á góðu gengi að fagna með Fredrikstad. mbl.is/Óttar Geirsson

Fredrikstad sigraði Rosenborg með dramatík í 32-liða úrslitum norsku bikarkeppni karla í knattspyrnu í Fredrikstad í dag. 

Fredrikstad, sem er nýliði í norsku úrvalsdeildinni, vann leikinn 1:0 en sigurmarkið kom á fyrstu mínútu uppbótartíma síðari hálfleiks. 

Varamaðurinn Oscar Aga skoraði markið og sendi stórlið Rosenborg úr keppni. 

Júlíus Magnússon var á sínum stað í liði Fredrikstad og lék allan leikinn. 

HamKam örugglega áfram 

Þá hafði HamKam betur gegn Egersund, 3:1. Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í vörn HamKam en Viðar Ari Jónsson kom inn á 59. mínútu. 

HamKam er því komið áfram í 16-liða úrslitin líkt og Fredrikstad. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert