Óskar sjötti í götuhjólreiðum

Íslensku keppendurnir í götuhjólreiðum karla í San Marínó í dag.
Íslensku keppendurnir í götuhjólreiðum karla í San Marínó í dag. Ljósmynd/isimyndir

Óskar Ómarsson náði lengst íslensku keppendanna í götuhjólreiðum karla á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í dag en hann varð í 6. sæti af 28 keppendum.

Anton Örn Elvarsson varð í 10. sæti, Birkir Snær Ingvason í 24. sæti og Guðmundur Róbert Guðmundsson í 25. sæti. Íslendingar urðu í sjötta sæti af sjö þjóðum í liðakeppninni.

Pit Leyder frá Lúxemborg sigraði en silfrið fór til San Marínó og bronsið til Mónakó. San Marínó vann liðakeppnina, Andorra fékk silfur og Malta brons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert