Norskur sigur í Fossavatnsgöngunni

Magnus Waaler sigraði í 50 km göngu
Magnus Waaler sigraði í 50 km göngu Ljósmynd/Gústi productions

Norðmennirnir Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu kvenna- og karlaflokk í 50 km Fossavatnsgöngunni sem fór fram á Ísafirði í gær.

Um 300 keppendur í 50 km göngunni tókust á við krefjandi aðstæður í göngunni í morgun en það blés hressilega á brautinni auk þess sem veðurguðirnir sendu reglulega létta regnskúra yfir svæðið. Ríflega 100 þátttakendur voru skráðir í 25 km göngu og 70 í 12,5 km.

Magnus Waaler kláraði gönguna á tímanum 02:41:13.5, næstur kom Ísfirðingurinn Dagur Benediktsson með tímann 02:55:46.1 og þriðji var Ítalinn Stefano Zanotto á tímanum 02:55:46.2. Annikken Gjerde Alnæs kláraði á 02:55:28.2, önnur var hin finnska Heli Annika Heiskanen á tímanum 03:06:12.8 og þriðja var Elisabeth Schicho frá Þýskalandi á tímanum 03:24:28.0.

„Okkur leist nú ekki alveg á blikuna þegar byrjaði að rigna og bætti hressilega í vindinn í gærkvöldi,“ segir Kristbjörn Róbert Sigurjónsson, betur þekktur sem Bobbi, starfsmaður Fossavatnsgöngunnar.

„Brautin var þó í góðu lagi og aðstæður í henni fínar þegar keppendur lögðu af stað í morgun, búið að lægja og stytta aðeins upp, svo þetta slapp allt til.“

Úrslit: 

50 km

<b>Konur</b>

1. Anikken Gjerde Alnæs

2. Heli Annika Heiskanen

3. Elisabeth Schicho

<strong>Karlar</strong>

1. Magnus Waaler

2. Dagur Benediktsson

3. Stefano Zanotto

25 km

Konur

1. María Kristín Ólafsdóttir

 2. Vala Kristín Georgsdóttir

Karlar

 1. Sinde Lysne Benestad

2. Ólafur Árnason

3. Óskar Jakobsson

12,5 km

Konur

1. María Sif Hlynsdóttir

2. Katrín Sif Kristbjörnsdóttir

3. Jessica Devin

Karlar

1. Conor Devin

2. Langdon Devin

3. Stefán Snær Stefánsson

Anikken Gjerde Alnæs
Anikken Gjerde Alnæs Ljósmynd/Gústi productions
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert