Sló heimsmetið í áttunda skipti

Armand Duplantis fagnar nýju heimsmeti sínu í stangarstökki í gær
Armand Duplantis fagnar nýju heimsmeti sínu í stangarstökki í gær AFP/Tingshu Wang

Svínn Armand Duplantis sló eigið heimsmet í stangarstökki í gær á Demantamótaröðinni í frjálsum íþróttum í Xiamen í Kína. Duplantis stökk 40 sentimetrum hærra en næst hæsti keppinautur hans en nýja heimsmetið stendur í 6,24 metrum.

Duplantis fór yfir ránna í fyrstu tilraun en hann þurfti ekki fleiri en eina tilraun í öllum sínum stökkum í gær og virðist hann eiga nóg inni fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í París í sumar. Svíinn hefur sett átta heimsmet í stangarstökki og er óumdeildur sem besti stangarstökkvari heims um þessar mundir.

Gamla heimsmetið var 6,23 og setti Duplantis það í Eugene í Oregon fylki á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert