Danmerkurmeistari eftir dramatískan úrslitaleik

Sara Ósk Stefánsdóttir.
Sara Ósk Stefánsdóttir. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Sara Ósk Stefánsdóttir og liðsfélagar hennar í blakliði Holte urðu Danmerkurmeistarar í gær eftir sigur gegn ASV Elite í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Holte.

Leiknum lauk með dramatískum sigri Holte, 3:2, eftir að liðið hafði lent 2:0-undir í leiknum en Holte vann úrslitaeinvígið samanlagt 3:0.

Sara Ósk átti frábæra innkomu hjá Holte í þriðju hrinu þegar liðið var 2:0-undir en hún var útnefnd maður leiksins í leikslok.

Holte varð einnig deildarmeistari en liðið endaði með 48 stig í deildarkeppninni, stigi meira en ASV Elite.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert