Hamarsmenn sterkari í fyrsta leik

Hamarsmenn sækja í leiknum í kvöld.
Hamarsmenn sækja í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hálfdánardóttir

Hamar er kominn í forystu gegn Aftureldingu í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í blaki eftir sigur í fyrsta leik á heimavelli í kvöld, 3:1.

Afturelding byrjaði betur og vann fyrstu hrinuna 25:18. Hamar svaraði af krafti og vann næstu þrjár hrinur, 25:15, 25:13 og 25:21. Þrjá sigra þarf til að verða Íslandsmeistari.  

Stigahæstur í liði Hamars var Rafal Berwald með 15 stig en í liði Aftureldingar var Roman Plankib með 19 stig.

Næsti leikur verður í Mosfellsbæ á laugardaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka