Valinn bestur annað árið í röð

Scottie Scheffler.
Scottie Scheffler. AFP/Michael Reaves

Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler hefur verið útnefndur kylfingur ársins af PGA-mótaröðinni í golfi, annað árið í röð. Hlýtur hann að launum verðlaunagrip sem kenndur er við goðsögnina Jack Nicklaus.

Scheffler, sem er 27 ára gamall, er fyrsti kylfingurinn sem vinnur verðlaunin tvö ár í röð síðan Tiger Woods vann til þeirra þrjú ár í röð frá 2005 til 2007.

Wyndham Clark, Viktor Hovland, Jon Rahm og Rory McIlroy voru einnig tilnefndir en samkvæmt tilkynningu frá PGA-mótaröðinni fékk Scheffler 38 prósent atkvæða.

Hann vann sér inn tæplega 21 milljóna bandaríkjadala, tæplega þrjá milljarða íslenskra króna, á mótum á vegum PGA á síðasta ári og sló þar með eigið met frá árinu á undan, 11 milljónir bandaríkjadala, eða 1,5 milljónir íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert