Orðinn atvinnumaður eftir sögulegan sigur

Nick Dunlap.
Nick Dunlap. AFP/Sean M. Haffey

Bandaríski kylfingurinn Nick Dunlap er orðinn atvinnumaður í golfi, tæpri viku eftir að hann varð fyrsti áhugamaðurinn sem vinnur mót á PGA-mótaröðinni í 33 ár.

Dunlap hrósaði óvænt sigri á American Express-mótinu í Kaliforníuríki um síðustu helgi en varð af himinháu verðlaunafé, sem var 205 milljónir íslenska króna, vegna reglna PGA-mótaraðarinnar um að áhugamenn geti ekki unnið til verðlaunafjár á mótum hennar.

Með því að gerast atvinnumaður er hinn tvítugi Dunlap nú gjaldgengur til þess að vinna til verðlaunafjár á öllum mótum PGA-mótaraðarinnar sem eftir eru á árinu.

Þar af eru sjö mót þar sem háar upphæðir eru í boði líkt og um síðustu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert