Spánverjinn tekur við Selfossi

Carlos Martin og Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss
Carlos Martin og Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss Ljósmynd/Selfoss

Spánverjinn Carlos Martin hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Selfoss í handbolta. Hann tekur við af Þóri Ólafssyni sem hætti með liðið eftir að það féll úr efstu deild í vetur.

Martin þekkir vel til hjá Selfossi, því hann var aðstoðarþjálfari Þóris. Hann gerði þriggja ára samning við Selfyssinga í dag.

„Um leið og við þökkum Þóri fyrir fyrir vel unnin störf er gríðarleg ánægja með ráðningu Carlos sem mun leiða mikla uppbyggingu á næstu árum,“ sagði m.a. í tilkynningu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka