Afturelding vann eftir dramatík

Birkir Benediktsson sækir að marki Vals.
Birkir Benediktsson sækir að marki Vals. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afturelding og Valur áttust við í fyrstu viðureign sinni í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta í kvöld og lauk leiknum með heimasigri Aftureldingar  28:25 en leikið var á Varmá í Mosfellsbæ. Afturelding er því komin yfir í einvíginu 1:0.

Það vottaði fyrir örlitlu stressi í báðum liðum í upphafi leiks en þau voru bæði fljót að hrista það af sér. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur fyrir bæði lið en mikið jafnræði. Þau skiptust á að vera yfir í hálfleiknum en það voru heimamenn í Aftureldingu sem leiddu fyrstu 20 mínútur leiksins.

Þá jöfnuðu Valsmenn leikinn í stöðunni 11:11 og eftir slæman kafla hjá Aftureldingu voru gestirnir mest tveimur mörkum yfir í stöðunni 13:11. Afturelding jafnaði leikinn aftur í stöðunni 14:14 og náði þriggja marka forskoti í stöðunni 17:14 en þá stöðu löguðu Valsmenn fyrir leikhlé.

Staðan í hálfleik 17:15 fyrir Aftureldingu.

Markahæstur í liði Aftureldingar var Birgir Steinn Jónsson með 5 mörk, þar af eitt úr vítakasti. Í lið Vals var Benedikt Gunnar Jónsson með 7 mörk í fyrri hálfleik, þar af voru 3 mörk úr vítaskotum.

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals ræðir við sína menn í …
Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals ræðir við sína menn í kvöld. mbl.is/Arnþór

Jovan Kukobat kom sterkur inn á í liði Aftureldingar og varði 5 skot síðustu 15 mínútur hálfleiksins en fram að því hafði Brynjar Vignir Sigurjónsson varið 2 skot. Í liði Vals var Björgvin Páll Gústavsson með 8 skot varin, þar af eitt vítaskot.

Síðari hálfleikur var vægast sagt svakalegur og spennan ætlaði að bókstaflega að sprengja húsið.

Valsmenn skoruðu þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiks og komust yfir í leiknum 18:17. Heimamenn jöfnuðu leikinn í 18:18 en þá tóku markverðir beggja liða öll völd á vellinum og vörðu hvert skotið á fætur öðru.

Valsmenn náðu aftur forystu í leiknum og leiddu með 1-2 mörkum alveg þangað til Afturelding jafnaði í stöðunni 25:25. Þá tók við háspennukafli þar sem heimaliðið reyndist sterkara og skoraði 3 síðustu mörk leiksins og vann þriggja marka sigur 28:25 og eru komið 1:0 yfir í einvíginu.

Liðin mætast aftur eftir viku, þann 2. maí, en leikmenn Vals stíga upp í flugvél í fyrramálið og fljúga til Rúmeníu í síðari undanúrslitaleikinn í Evrópubikarkeppninni.

Markahæstur í liði Aftureldingar var Þorsteinn Leó Gunnarsson með 10 mörk en Benedikt Gunnar Óskarsson var með 7 mörk fyrir Val. Jovan Kukobat varði 14 skot fyrir Aftureldingu en Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot fyrir Val.  

Afturelding 28:25 Valur opna loka
60. mín. Valur tekur leikhlé Líklega of seint. Afturelding virðist ætla að hafa þetta. SVAKALEGUR LEIKUR!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka