Háspenna hjá Íslendingunum

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk.
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk. AFP/Ina Fassbender

Pólsku meistararnir í Kielce höfðu betur gegn Evrópumeisturum Magdeburgar á heimavelli sínum í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, 27:26.  

Kielce tókst að knýja fram sigur með minnsta mun, þrátt fyrir að franski landsliðsmaðurinn Dylan Nahi hafi fengið rautt spjald í fyrri hálfleik. Í fjarveru hans var Alex Dujshebaev atkvæðamikill með átta mörk. Haukur Þrastarson skoraði ekki fyrir Kielce.

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi Magnússon tvö. Janus Daði Smárason komst ekki á blað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka