Landsliðskonan áfram í Garðabæ

Eva Björk Davíðsdóttir í leik með Stjörnunni gegn Haukum fyrr …
Eva Björk Davíðsdóttir í leik með Stjörnunni gegn Haukum fyrr í mánuðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eva Björk Davíðsdóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Stjörnunnar, sem gildir til sumarsins 2026.

Eva Björk er 29 ára leikstjórnandi sem hefur leikið með Stjörnunni frá árinu 2020 en hún ólst upp hjá Gróttu og varð þar Íslandsmeistari árin 2015 og 2016.

Einnig hefur Eva Björk leikið sem atvinnumaður í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og á að baki 42 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

,,Eva Björk er öflugur leikmaður sem ég hlakka til að vinna með næstu tvö árin.

Hún hefur reynslu af því að spila erlendis og svo með íslenska landsliðinu sem á eftir að nýtast okkur vel, ég er sannfærður um að hún á eftir að spila vel,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, í tilkynningu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert