Suárez gæti fengið tveggja ára bann

Það er fátt meira rætt en atvikið á milli Luis Suárez og Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í dag þar sem Suárez sást greinilega bíta ítalska varnarmanninn í öxlina.

Samkvæmt Mirror hefur FIFA gefið það út að það ætli að rannsaka málið frekar og líklegt er talið að Suárez fái langt bann. Lengsta refsing sem FIFA getur gefið er 24 leikja bann, eða allt upp í tveggja ára keppnisbann en það á einungis við um landsleiki.

„FIFA verður að rannsaka atvikið alvarlega og ákveða í kjölfarið hvaða refsing er hæfileg,“ hefur Mirror eftir Jim Boyce hjá FIFA.

Lengsta leikbann í sögu HM fékk Mauro Tassotti frá Ítalíu eftir að hafa nefbrotið Spánverjann Luis Enrique með olnbogaskoti á heimsmeistaramótinu 1994. Hann var úrskurðaður í átta leikja bann með landsliðinu og það reyndist binda endi á landsliðsferil hans.

Luis Suárez gat gantast með fyrirliðanum Diego Godin í leikslok.
Luis Suárez gat gantast með fyrirliðanum Diego Godin í leikslok. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka