Stjarnan tryggði sér oddaleik á ótrúlegan hátt

Heiðrún Hlynsdóttir sækir að körfu Stjörnunnar.
Heiðrún Hlynsdóttir sækir að körfu Stjörnunnar. mbl.is/Óttar Geirsson

Stjarnan og Haukar áttust við í Ásgarði í Garðabæ í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar kvenna í körfubolta. Haukar leiddu einvígið 2:1 og gátu með sigru tryggt sér sæti í undanúrslitum.

Haukar voru með undirtökin lengi framan af leik sem einkenndist af háu spennustigi og klaufalegum mistökum. Gestirnir leiddu með 22 stigum gegn 14 eftir fyrsta leikhluta og hertu tökin í öðrum leikhluta og leiddu með 15 stiga mun, 41:26, þegar blásið var til hálfleiks.

Fátt benti til þess að Stjarnan ætti möguleika á sigrinum í þriðja leikhluta sem einkenndist af töpuðum boltum og þrátt fyrir að Stjarnan næði að minnka muninn í sex stig í lok leikhlutans skoruðu Haukar síðustu átta stigin og komust aftur í 14 stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann.

Í fjórða leikhluta virtust Haukarnir algjörlega máttlausir. Stjarnan saxaði hægt og rólega á forskotið á meðan Haukar köstuðu frá sér boltanum trekk í trekk. Þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka komust Stjörnukonur yfir og sigldu sigrinum í höfn 73:64.

Denia Davis-Stewart var gríðarlega atvæðamikil í Stjörnuliðinu með 24 stig og 18 fráköst.Kolbrún María Ármannsdóttir skoraði 22 og þar af voru gríðarlega mikilvægar þriggja stiga körfur.

Í liði Hauka var Keira Robinson með 18 stig en villuvandræði hennar spiluðu stóra rullu í tapi Hauka. Tinna Alexandersdóttir lék vel og skoraði 18 stig.
Liðin mætast í oddaleik að Ásvöllum á miðvikudaginn.

Stjarnan 73:64 Haukar opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka