Þriggja leikja bann fyrir pungspark á Hlíðarenda

David Guardia.
David Guardia. mbl.is/Kristinn Magnússon

David Guardia, leikmaður Hattar, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands.

Bannið fær Guardia fyrir að sparka í punginn á Frank Aron Booker, leikmanni Vals, í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins á Hlíðarenda.

Guardia var rekinn út úr húsi fyrir athæfið en Valur leiðir 2:1 í einvíginu eftir 94:74-sigur á fimmtudaginn.

Valsmenn, sem eru ríkjandi deildarmeistarar, geta tryggt sér sæti í undanúrslitunum í kvöld þegar liðin mætast í fjórða leiknum á Egilsstöðum en Guardia verður fjarri góðu gamni eftir bannið sem hann var úrskurðaður í, í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka