Jú, ég sagði það

Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar
Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Kvennalið Stjörnunnar í körfubolta jafnaði undanúrslitaeinvígi sitt gegn Keflavík í Íslandsmóti kvenna í körfubolta í dag. Staðan í einvíginu er 1:1 en næsti leikur fer fram á heimavelli Keflavíkur í Reykjanesbæ á sunnudag.

Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var að vonum kátur með lið sitt sem barðist fram á síðustu sekúndu leiksins sem skilaði þeim sigrinum. Við ræddum við Arnar um leikinn:

Síðast þegar við ræddum saman eftir fyrsta leikinn í þessu einvígi, þá sagðir þú að Keflavík væri betri í körfubolta en Stjarnan ekki satt?

"Jú, ég sagði það!"

Þessi leikur sem var að klárast endaði samt með sigri Stjörnunnar 85:82. Hvernig rímar þetta saman?

"Já í dag! Ég var að enda við að segja við Naflann [Andra Má Eggertsson íþróttafréttamann] að við höfum verið að spila sjöunda leikinn við þær og þetta er í fyrsta skiptið sem við töpum ekki með 25 stigum eða meira. Þannig að þó við vinnum í dag þá held ég að þær séu nú talsvert betri en við. Það er nú samt þannig að dropinn holar steininn og okkur langar alltaf að færast nær og nær þeim. Við náðum einu skrefi í dag."

Elísabet Ólafsdóttir og Sara Rún Hinriksdottir eigast við í Ásgarði …
Elísabet Ólafsdóttir og Sara Rún Hinriksdottir eigast við í Ásgarði í dag mbl.is/Árni Sæberg

Hvað skóp sigurinn í dag?

"Mér fannst við vera skynsamar sóknarlega. Við gerum ekki jafn mikið af mistökum og við gerðum í síðari hálfleik í Keflavík. Þegar þú gerir mistök á móti Keflavík þá refsa þær alltaf og alveg um leið. Venjuleg lið refsa í annað hvert skipti að meðaltali á meðan Keflavík refsar í 95% tilfella. Við komum í veg fyrir að þær gætu refsað okkur jafn mikið og þær gerðu í fyrsta leik einvígisins."

Hvernig ætlar Stjarnan að ná fram hagstæðum úrslitum í leiknum á sunnudag?

"Við ætlum að númer 1, 2 og 3 að reyna ná fram góðri frammistöðu og leggjum upp með að leggja allt okkar í þann leik. Við erum lið í þróun, þetta er lið í mótun og við erum að læra af hverjum einasta leik. Við erum að læra helling á leiknum í dag og við gerðum alveg eitthvaf af mistökum og allt það. Við þurfum að reyna vera betri á sunnudag en við vorum í dag. Ég hefði verið alveg jafn sáttur með 3 stiga tap bara útaf því að frammistaðan var það góð í dag og þróunin var jákvæð frá síðasta leik." sagði Arnar í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert