Við þurfum bara að gera betur.

Keflavík tapaði óvænt fyrir Stjörnunni í dag
Keflavík tapaði óvænt fyrir Stjörnunni í dag mbl.is/Árni Sæberg
Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur var eðlilega ekki sáttur við tap Keflavíkur gegn Stjörnunni í öðru undanúrslitaeinvígi liðanna í Íslandsmóti kvenna í Körfubolta í dag. Við spurðum Sverri að því hvað hafi valdið því að Keflavík tapaði leiknum:

"Við vorum aðalega að missa þær of mikið framhjá okkur í vörninni. Síðan fannst mér við vera ná góðum tökum á þessu undir lokin en þá fara sóknirnar mjög illa hjá okkur á meðan þær nýta sínar og það sker úr um þennan leik. Heilt yfir var þetta ekki spes frammistaða hjá okkur. Stjarnan stjórnar leiknum og það er ekki gott. Staðan er bara 1:1 og nú þurfum við bara að fara huga að næsta leik“.
Hart var barist í dag
Hart var barist í dag mbl.is/Árni Sæberg


Keflavík var í raun með unninn leik þegar 38 sekúndur eru eftir og þið leiðið með þremur stigum en klúðrið því. Fór Keflavík á taugum í dag?

"Já, við brjótum og klikkum og svo komast þær yfir þarna í lokin. Ég á eftir að skoða þetta allt en þær gerðu bara vel í dag og það breytir engu hvað ég segi, staðan er 1:1 og við þurfum og munum undirbúa okkur vel fyrir næsta leik á sunnudaginn."

„Ef við berum saman þessa tvo leiki sem eru búnir milli liðanna þar sem þið keyrið yfir Stjörnuna í þriðja og fjórða leikhluta í fyrsta leiknum en náið aldrei að slíta ykkur almennilega frá þeim í fjórða leikhluta í dag. Ertu með skýringu á hvað veldur því“?

"Við þurfum að byrja frá byrjun og spila almennilega liðsvörn, halda mönnum fyrir framan okkur og að það sé ekki bara opið inn í teig hjá okkur þegar þær vilja. Ísold [Sævarsdóttir] var okkur mjög erfið í dag og skoraði mikið af vítalínunni og var að komast alltof mikið inn í teig. En við erum bara ekkert betri en það að ef við erum ekki að spila vel, þá erum við ekkert að vinna svona sterkt og við þurfum bara að gera betur. Við munum vinna í okkar málum og mæta tilbúnar í næsta leik." Sagði Sverrir í samtali við mbl.is.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert