Glæsilegur morgunn í Miðfirði

Glímt við lax í Austurá í Miðfirði.
Glímt við lax í Austurá í Miðfirði. Rafn V. Alfreðsson

Miðfjarðará í Húnaþingi var opnuð í morgun og að sögn Rafns V. Alfreðssonar, leigutaka árinnar, þá fer veiði mjög vel af stað.

Var 23 löxum landað á stangirnar 6 á morgunvaktinni og voru þeir flestir tveggja ára, frá 80 til 93 cm, en að auki komu tveir smálaxar sem voru 63 og 65 cm.  Var ágæt dreifing á veiðinni, en ekkert var veitt fyrir ofan Túnhyl í Vesturá og ekkert fyrir ofan Hlaupin í Austurá. Því eru margir góðir veiðistaðir sem eftir er að prófa og bíður það síðdegisvaktarinnar.  Miðfjarðará hefur að geyma lengsta veiðisvæði í laxveiðá Íslandi. 

Miðfjarðará hefur síðustu árin verið aflasælust af sjálfbæru laxveiðiánum og sumarið 2016 veiddust þar 4.338 laxar. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert