743 Skóli Ísaks Jónssonar ses.

Stærðarflokkur Meðalstórt
Röð innan flokks 381
Landshluti Höfuðborgarsvæði
Atvinnugrein Fræðslustarfsemi
Starfsemi Fræðslustarfsemi á grunnskólastigi
Framkvæmdastjóri Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Fyrri ár á listanum 2018–2022
Framúrskarandi 2023

Hvernig gengur reksturinn?

Eignir 377.604
Skuldir 58.978
Eigið fé 318.626
Eiginfjárhlutfall 84,4%
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigendur og eignarhald

Þekktir hluthafar 0
Endanlegir eigendur 0
Eignarhlutur í öðrum félögum 0
Endanleg eign í öðrum félögum 0

Lánshæfismat félaga í sömu grein

Meðallánshæfi félaga í atvinnugreininni Fræðslustarfsemi

pila

Tiltölulega áhættulítil

Meira um fyrirtækið hjá CreditInfo

Góð aðsókn í skólann ár eftir ár

Formaðurinn Sigríður Anna Guðjónsdóttir hefur gegnt stöðu formanns Samtaka sjálfstætt …
Formaðurinn Sigríður Anna Guðjónsdóttir hefur gegnt stöðu formanns Samtaka sjálfstætt starfandi skóla í þrjú ár. Margt hefur áunnist á þeim tíu árum sem SSSK hafa starfað og gangi allt eftir geta framhaldsskólar bæst við Sjálfstæðir skólar sækja í sig veðrið Morgunblaðið/Eggert

Ég er svo þakklát fyrir það hvað skólinn hefur fallegt orð á sér,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastýra í Ísaksskóla. „Hér hafa margir ættliðir stundað nám við skólann og það segir meira en þúsund orð,“ segir hún stolt.

Skóli Ísaks Jónssonar er sjálfseignarstofnun sem hefur verið starfandi í 97 ár eða frá árinu 1926. Í dag starfar 55 manna starfshópur við skólann sem hefur frá upphafi einsett sér að mennta börn á yngsta menntunarstigi grunnskóla en einnig elstu börn á leikskólastigi.

„Skólinn fer í einu og öllu eftir almennum grunnskólalögum og er aðalnámskrá grunnskóla okkar leiðarljós við gerð skólanámskrár,“ segir Sigríður Anna en Ísaksskóli er ætlaður börnum á aldrinum fimm til níu ára.

Faglegt skólastarf

„Meginmarkið skólans er að vera ávallt í fremstu röð grunnskóla á Íslandi fyrir yngsta aldursstigið. Það er mikill metnaður lagður í kennslu í íslensku, stærðfræði og samfélagsfræði en auk þess er rík áhersla lögð á tónlist, myndlist, íþróttir og útiveru. Svo er kennd enska frá fimm ára aldri og spænska frá sex ára,“ segir hún.

„Ísaksskóli býr að því að hafa haft gott starfsfólk sem hefur drifið áfram fallegt skólastarf í gegnum tíðina. Faglegur metnaður er í hávegum hafður í skólastarfinu þar sem stefnan er að mæta börnunum þar sem þau eru stödd og leiða þau áfram í átt til aukinnar færni og þroska með markvissum hætti.“

Stórum bekkjardeildum haldið í skefjum

Ísaksskóli er starfræktur í um 2.000 fermetra húsnæði í Bólstaðarhlíð og hefur aðsókn í skólann sjaldan verið meiri. Orðsporið er fjöregg skólans og kýs kynslóð eftir kynslóð að sækja um skólavist fyrir börn sín í Ísaksskóla af væntumþykju við skólastarfið sem þar fer fram.

„Skólinn er fullsetinn og hefur verið það ár eftir ár. Það eru 260 börn í skólanum núna og langflest þeirra eru í frístund líka þannig að frístundaheimilið okkar er eitt stærsta frístundaheimili borgarinnar,“ segir hún og bendir á að reynt sé að sporna við flennistórum bekkjardeildum í Ísaksskóla svo að gildismati skólans sé viðhaldið og missi ekki marks.

„Við erum vel mönnuð og erum hér fyrir börnin. Hér þekkja allir sín hlutverk og við siglum öll í sömu átt, hvort sem um kennara eða nemendur er að ræða. Í skólanum er lögð áhersla á að kenna nemendum öguð vinnubrögð og að þeim líði vel í eigin vinnuumhverfi. Það er stórt atriði fyrir okkur,“ segir Sigríður Anna sem sér um rekstur skólans sem er samrekinn leik- og grunnskóli og frístundaheimili.

Skólastarfið breyst mikið með tímanum

Að sögn Sigríðar Önnu er mikilvægt að nemendur skólans fari teinréttir í baki út í lífið að loknu námi við Ísaksskóla. Það segir hún yfirleitt takast þrátt fyrir að ýmsar áskoranir kunni að koma upp í skólaumhverfi Ísaksskóla líkt og í öðrum skólum sem aðallega stafi af breytingum sem hafa átt sér stað í samfélaginu síðustu ár.

„Skólastarfið hefur breyst rosalega mikið á þessari öld. Skóladagur barna er orðinn mjög langur, lengri en áður tíðakaðist, og þess vegna þurfum við enn frekar að tryggja nemendum vellíðan á vinnustaðnum sínum, sem er skólinn og frístundaheimilið.“

Framúrskarandi í sex ár

„Hér er hugsað vel um hverja krónu. Reksturinn er vel vaktaður frá mánuði til mánaðar þannig að við getum alltaf vitað hvar við erum stödd. Hér er ekki mikill stjórnunarkostnaður eða mikil starfsmannavelta. Í því liggja ákveðin verðmæti,“ segir Sigríður Anna sem hefur tekist að halda rekstri Ísaksskóla í góðu jafnvægi síðasta áratuginn og jafnframt verið á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki síðan 2018.

Hún segir samstarfið við Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög hafa batnað verulega á liðnum árum og sé það nánast hnökralaust í dag. Gott samstarf þarna á milli, jafnt sem gott samstarf milli heimila og skóla, segir Sigríður Anna geta skipt sköpum fyrir árangursríkan rekstur.

„Foreldrar hafa staðið sig með mikilli prýði. Það heyrir nú til undantekninga að rukka ógreidd gjöld sem þarf að innheimta,“ lýsir hún.

„Lykillinn að velferðinni er að fara vel með það fé sem kemur hingað inn og sníða sér stakk eftir vexti hverju sinni. Það er ekki alltaf auðvelt að reka sjálfstætt starfandi skóla en það er vel hægt.“
asthildur@mbl.is

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Fleiri greinar og viðtöl

Samstarfsaðilar