Dow Jones yfir 10 þúsund stiga markið

Verðbréfasalar á Wall Street fögnuðu mjög þegar Dow Jones vísitalan …
Verðbréfasalar á Wall Street fögnuðu mjög þegar Dow Jones vísitalan fór í fyrsta sinn yfir 10 þúsund stigin. Reuters

Bandaríska Dow Jones vísitalan fór í dag yfir 10 þúsund stiga markið í fyrsta skipti. Eftir að markaðir á Wall Street höfðu verið opnir í um hálfa klukkustund var vísitalan 10.001,51 stig og hafði hækkað um 42 stig frá í gær. Vísitalan lækkaði síðan snögglega aftur.

Dow Jones vísitalan á sér rúmlega 100 ára sögu. Fyrst mældi hún lokaverð á hlutabréfum 11 fyrirtækja og var birt í Customers Afternoon Letter, fyrirrennara dagblaðsins Wall Street Journal. Nú mælir vísitalan verð hlutabréfa 30 bandarískra stórfyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni í New York.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK