67,3 milljarða tap á FL Group

Tap á rekstri FL Group á síðsta ári nam 67 milljörðum króna, þar af 63,2 milljarða tap á fjórða ársfjórðungi. Segir fyrirtækið, að þessi niðurstaða endurspegli verulega lækkun á markaðsvirði skráða eigna FL Group.

Er þetta mesta tap á rekstri eins félags á einu ári í Íslandssögunni. Mesta tap áður var þegar Dagsbrún tapaði rúmum 6,9 milljörðum árið 2006.

Tilkynning FL Group um afkomuna var birt eftir að viðskiptadegi lauk í Kauphöll Íslands síðdegis. Gengi bréfa FL Group hækkaði um 4,62% í viðskiptum í dag og er skráð 10,20 krónur.

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, segir í tilkynningu, að órói á erlendum fjármálamörkuðum á síðari hluta ársins 2007 hafi haft mikil og bein áhrif á afkomu fyrirtækisins þar sem verðmæti allra helstu eigna þess hafi lækkað umtalsvert. Hins vegar standi rekstur kjarnaeigna vel og FL Group geti staðið af sér frekari óróa á markaði og í framhaldinu skoðað áhugaverð tækifæri.  

Heildareignir jukust um 60,7% á árinu og námu 422,3 milljörðum króna.Tryggingamiðstöðin kemur inn í samstæðureikning félagsins frá og með 1. október og er því hluti af efnahagsreikningi félagsins í lok árs.  Eigið fé var 155,8 milljarðar króna í lok árs, sem er aukning um 13,2 milljarða króna frá árslokum 2006. Aukningin skýrist m.a. af hlutafjáraukningu í tengslum við kaup félagsins á Tryggingamiðstöðinni og fasteignafélögum af Baugi Group á síðari hluta ársins.

Eiginfjárhlutfall í lok árs var 36,9% og lausafjárstaða í formi handbærs fjár og ógreiddra hlutafjárloforða sem kom til greiðslu 4. janúar, var 28,6 milljarðar króna, sem endurspeglar fjárhagslegan styrk félagsins.

Við birtingu ársreiknings hefur FL Group endurfjármagnað andvirði 47,1 milljarða króna af lánum með gjalddaga árið 2008 en eftir standa um 8,5 milljarðar.  Í ljósi markaðsaðstæðna á fjórða ársfjórðungi voru óskráðar eignir félagsins færðar niður sem nemur 3,7 milljarða.

Fram kemur í tilkynningunni, að hár rekstrarkostnaður á fjórðungnum skýrist m.a. af kostnaði vegna fjárfestingaverkefna, einskiptiskostnaði vegna stjórnendabreytinga og bókfærðum kostnaði vegna kaupréttarsamninga starfsmanna.

Tilkynning FL Group

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK