Vísa frétt Børsen á bug

mbl.is

FL Group vísar á bug fullyrðingum í frétt danska blaðsins Børsen þess efnis að FL Group sé að undirbúa sölu á Sterling. Í frétt Børsen er snúið út úr orðum Jóns Sigurðssonar, forstjóra FL Group, sem aðspurður um hvort hann teldi að FL Group yrði enn meðal hluthafa í Sterling eftir 5 ár, sagðist hann telja líklegt að innan fimm ára yrðu komnir nýir hluthafar að Sterling. Það þýðir alls ekki að FL Group sé að undirbúa sölu á Sterling, að því er segir í tilkynningu frá FL Group.

Einnig skal tekið fram Sterling er ekki í beinni eigu FL Group, heldur norræna ferðaþjónustufyrirtækisins Northern Travel Holding, sem einnig á Iceland Express og Astraeus að fullu leyti, ásamt hlutum í ferðaskrifstofum í Svíþjóð og Danmörku. Eignarhlutur FL Group í NTH er 34%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK