Skarphéðinn Berg ekki lengur hluthafi í BGE

Skarphéðinn Berg Steinarsson.
Skarphéðinn Berg Steinarsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrum forstjóri Landic Property, er ekki lengur hluthafi í félaginu BGE eignarhaldsfélagi. Líkt og fram kom í frétt mbl.is fyrr í dag var hann meðal hluthafa í félaginu í árslok 2007 og þann 15. ágúst í fyrra átti hann 18,80% hlut. Að sögn Skarphéðins fór hann út úr félaginu um svipað leyti.

Að sögn Skarphéðins voru engin verðmæti í félaginu sem var stofnað utan um kaupréttarsamninga hjá Baugi.

Skarphéðinn Berg stofnaði fyrr á þessu ári  félagið MH 63 ehf. ásamt föður sínum, Steinari Berg Björnssyni.

Í tilkynningu til Hlutafélagaskrár segir að tilgangur félagsins sé ráðgjafaþjónusta á sviði viðskipta og atvinnulífs, fjárfesting í atvinnulífi, fjárfesting í atvinnufyrirtækjum, hlutabréfum og öðrum verðbréfum á Íslandi og erlendis. Þá muni félagið stunda lánastarfsemi og tengdan rekstur.

Steinar er formaður stjórnar félagsins, en meðstjórnendur eru Skarphéðinn og Þórður Bogason. Skarphéðinn er framkvæmdastjóri hins nýja félags.

Skarphéðinn var áður forstjóri hjá Landic Property, en hætti þar í nóvember í fyrra. Þá var hann einnig í stjórn Glitnis og stjórnarformaður FL Group auk þess sem hann starfaði um tíma fyrir Baug Group.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK