Rýrðu hlut kröfuhafa

Bónus, hluti af Hagasamstæðunni.
Bónus, hluti af Hagasamstæðunni. Kristinn Ingvarsson

Rannsóknarnefnd Alþingis gerir athugasemdir við viðskiptafléttuna sem átti sér stað þegar 1998 ehf. keypti smásöluverslanakeðjuna Haga af Baugi. Um 15 milljarðar króna alls 30 milljarða kaupverðs voru notaðir til að kaupa hlutabréf í Baugi af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleiri stórum hluthöfum.

Við fall íslensku bankanna hafði Baugur ekki selt hlutabréfin út úr félaginu eða fært niður hlutafé. Því telur rannsóknarnefndin að hlutur kröfuhafa Baugs hafi verið rýrður að því leyti, en Baugur var tekinn til gjaldþrotaskipta snemma árs 2009.

„Nefndin telur ljóst af þeim gögnum sem hún hefur kynnt sér að sú aðferð  sem þarna var viðhöfð við kaup Baugs á eigin hlutabréfum hafi verið til  þess fallin að rýra hagsmuni og stöðu þeirra fjármálafyrirtækja sem áttu kröfur á Baug og rannsókn nefndarinnar tekur til," segir í skýrslu rannsóknarnefndar, sem gerir ráð fyrir því í þessari athugasemd sinni að kaupverð hlutabréfanna í Baugi hafi verið rétt.

Skiptastjóri Baugs er hins vegar ekki þeirrar skoðunar, en hann hefur krafist riftunar á hlutafjárkaupunum sem um ræðir. Meðal þess sem þrotabúið hyggst sína fram á er að Baugur hafi hvort tveggja verið ógreiðslufær og og ógjaldfær nokkrum vikum eða mánuðum áður en kaupin á Högum fóru fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK