Skuldaði 279 milljarða

Glitnir.
Glitnir. Friðrik Tryggvason

Fjárfestingafélagið Gaumur skuldaði íslenska bankakerfinu ríflega 279 milljarða króna í október 2008. Mestar voru skuldirnar hjá Kaupþingi, eða 103 milljarðar króna. Gaumur átti 75% hlut í Baugi Group.

Fjárfestingafélagið Gaumur starfar enn. Stærsti eigandi félagsins er Jón Ásgeir Jóhannesson með 41% hlut. Aðrir hluthafar eru Jóhannes Jónsson (22,5%), Ása Ásgeirsdóttir (22,5%), Kristín Jóhannesdóttir (10%) auk annarra (4%).

Til Gaums-samstæðunnar teljast mörg félög. Á síðustu mánuðum fyrir hrun jókst fyrirgreiðsla íslensku bankanna til handa Gaumi mjög mikið, mest hjá Landsbankanum. Fram kemur í skýrslunni að ákvarðanir lánveitenda virðist taka mið af versnandi stöðu, fjölgandi veðköllum. Lán voru veitt fyrir vöxtum og afborgunum. 

Þegar minnka þurfti heildarskuldbindingar stórra viðskiptavina var oft farin sú leið að breyta lánum í framvirka samninga. Sér í lagi á það við Glitni, að því er kemur fram í skýrslunni. Þannig var láni BG Capital, sem var í eigu Gaums, upp á fimm milljarða breytt í framvirkan samning, sem breytti flokkun skuldbindingarinnar og þar með heildaráhættu á bókum bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK