Gunnar Andersen, forstjóri FME, fékk póst um fléttu um að fela fjármögnun Kaupþings á eigin bréfum árið 2001. Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að milliliður hafi verið LB Holding.
„Ég var stjórnarmaður í LB Holding, en ég man ekkert eftir þessu. Þetta var ekki stór hluti af mínu starfi. Ég sat sem stjórnarmaður, ekki formaður, að beiðni bankastjóra.
Ef þetta hefði verið eitthvert álitamál hefði ég beðið um lögfræðiálit. Ég hef aldrei fengist til að skrifa undir nokkuð sem ég hef verið í vafa um. Ég verð að rifja þetta upp til að svara þessu. Þú ert fyrstur til að benda mér á þetta í skýrslunni,“ segir Gunnar.
Sjá nánar um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.