Tveggja milljarða lán til 101 Capital gjaldfellt

Glitnir veitti 101 Capacent 5 milljarða lán.
Glitnir veitti 101 Capacent 5 milljarða lán. Friðrik Tryggvason

Þrotabú Baugs hefur sent ríflega tveggja milljarða lán sem veitt var félaginu 101 Capital á árinu 2007 í innheimtu. 

Í nýjasta birta ársreikningi 101 Capital kemur fram að lánið sem um ræðir sé á gjalddaga á árinu 2010. Lánið var veitt vegna kaupa á eignarhlut í Landic Property af Baugi, sem er skráður á tæpa sjö milljarða í ársreikningnum frá 2007 og er eina eign félagsins. Glitnir lánaði fimm milljarðana sem upp á vantaði, en þeir runnu til Baugs í viðskiptunum sem um ræðir.

Landic Property hefur gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og kallast í dag Reitir. Hlutur 101 Capital er því lítils virði í dag, og við fyrstu sýn virðist sem félagið hafi verið stofnað í þeim tilgangi að kaupa hlutabréf í Landic Property af Baugi. Þó skuldar félagið einnig 1,7 milljarða vegna framvirkra hlutabréfasamninga í árslok 2007.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK